*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hrafn Kristjánsson: „Ef við ætlum að halda geðheilsu þá leggjum við ekki áherslu á að stoppa Bonneau“

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörununnar var bjartsýnn í hófi fyrir rimmuna gegn Njarðvík í átta liða úrslum Dominos deildar karla.

„Þetta leggst frábærlega í mína menn, höfum oft stigið upp þegar mest á reynir og okkur hlakkar bara til.“ sagði Hrafn og bætti við

„Ég ætla ekki að draga úr því að þetta verður gríðarlega erfitt verkefni og kannski gefur síðasti leikur í Njarðvík ekki tilefni til mikillar bjartsýni.“

Njarðvíkur liðið er vel mannað en eftir áramót fengu þeir Stefan Bonneau sem hefur verið óstöðvandi, hvernig ætlar Hrafn að stöðva hann? „Ef við ætlum að halda geðheilsu þá held ég að við ætlum ekkert að stefna neitt sérstaklega á að stöðva þann mann.“ sagði hann og bætti við:

„Hann verður ekkert stoppaður nema að hann haldi á báðum verðlaununum sínum síðan í dag. “ en Stefan fékk bæði valin í úrvalslið og besti leikmaður seinni umferðar Dominos deildar karla.