*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Grétar Ingi Erlendsson: „Ekki gaman að vera í rútu, en það verður gaman að spila í Síkinu“

Mynd: Hjalti Vignis

Mynd: Hjalti Vignis

Grétar Ingi Erlendsson leikmaður Þór Þ. var að vonum sáttur við útnefninguna í úrvalslið seinni hluta Dominos deildar karla. „þetta er mjög gaman, þetta er fyrsta skiptið mitt í úrvalsdeild svo ég er mjög glaður.“

Grétar var með 19,3 stig og 8 fráköst að meðaltali í seinni hlutanum sem er hreint afbragð.

Þór mætir Tindastól í átta liða úrslitum deildarinnar. Aðspurður um hvað honum finndist um verkefnið og ferðlagið sagði Grétar „Það er ekki gaman að vera í rútu, en alltaf gaman að koma þarna að spila.“ og bætti við

„Ég vona að þetta verði jafnt og skemmtilegt,“

Stuðningsmannasveit Þórs var víðfræð hér fyrir örfáum árum fyrir stórkostlega stemmningu og almenn læti, en hvar eru þeir í dag? „Græni drekinn er heillum horfinn, þetta var eitthvað stundarbrjálæði en við vonum að hann láti sjá sig.“