*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Finnur Freyr: „Þurfum að læra að spila körfubolta í fjörutíu mínútur“

4nov-finnurHinn geðþekki Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sigurinn en var ekki alveg nægilega sáttur með frammistöðuna í fjórða leikhluta.

„Ég veit ekki hvort menn ætlist til að þetta komist að sjálfu sér, þurfum að læra af þessum leik að við erum að spila í fjörutíu mínútur en ekki tuttugu eða þrjátíu“ sagði Finnur aðspurður um hvort hann hefði svör við þessum síendurtekna vonda kafla í leikjum KR.

Finnur vildi meina að þeir ættu vel að geta sigrað næsta leik í Grindavík„Við viljum vinna alla leiki sem við förum í og núna ætlum við að laga það sem fór úrskeiðis í kvöld og reynum að ná í sigur númer tvö.