*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Brynjar Þór: ,,Það vill enginn fara snemma í sumarfrí"

brynjarthorBrynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, verður í eldlínunni þegar liðið mætir Grindavík í fyrsta leiknum í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í kvöld. Við ræddum við Brynjar um einvígið.

„Við erum mjög vel stemmdir og klárir í slaginn. Þetta verður mögnuð sería og okkur hlakkar til að mæta Grindvíkingum," segir Brynjar.

Aðspurður hvort pressan sé meiri á KR en öðrum liðum segir Brynjar að svo sé ekki. „Nei ég held að það sé pressa á öllum liðum því það vill enginn fara snemma í sumarfrí. Þetta snýst um að vera á undan að vinna þrjá leiki og við ætlum að gera það."

Þá spurðum við um stöðuna á Pavel Ermolinski „Það er vonandi að hann nái einhverjum leikjum. Það bendir allt til þess að hann verði ekki með fyrr en í undanúrslitunum svo það er ennþá meiri áskorun fyrir okkur að gera þetta  án hans."