*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hinir vonlausu New York Knicks skákuðu meisturum San Antonio Spurs – Myndband

Mynd: Nordic Photos

Tony Parker þurfti að þola tap í nótt -Mynd: Nordic Photos

Það hefur hvorki gengið upp né niður hjá New York Knicks á þessu tímabili í NBA deildinni en liðið gerði sér þó lítið fyrir í nótt og sigraði ríkjandi meisturum San Antonio Spurs, 104-100.

Nýliðinn Langston Galloway var stigahæstur í liði Knicks með 22 stig en stór stjarnan, Tony Parker, skoraði 21 stig fyrir San Antonio.

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, var gífurlega ósáttur í leikslok með sína menn og lét þá heyra það í fjölmiðlum.

„Við bár­um ekki virðingu fyr­ir leikn­um né and­stæðing­un­um. Þetta var öm­ur­leg frammistaða og ég vona að all­ir mín­ir leik­menn skammist sín,“ sagði Popovich við blaðamenn eftir leikinn.

Þetta var einungis fjórði sigur Knicks í síðustu nítján leikjum en beita þurfti framlengingu til að aðskilja liðin. Lokamínúturnar voru æsispennandi en það sést á myndbandinu hér fyrir neðan þar sem sjá má samantekt úr leiknum.