*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Blaðamenn stálust til að taka myndir af fáklæddum LeBron James

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Sú hefð þekkist í NBA deildinni í Bandaríkjunum að blaðamenn fái að taka viðtal við leikmenn inni í búningsklefa eftir leiki. Tvær nýlegar uppákomur hafa þó orðið til þess að þetta verði bannað í náinni framtíð.

Tvívegis hefur það nefnilega gerst undanfarið að blaðamenn sem staddir eru í klefa Cleveland Cavaliers reyni að taka myndir af LeBron James þegar hann hefur ekki haft neitt utan um sig nema handklæði. Í fyrra skiptið fattaði hann það sjálfur og skammaði blaðamanninn en í seinna skiptið voru öryggisverðir sem stóðu blaðamanninn að verki og fleygðu honum á dyr.

Telja margir að þetta verði til þess að búningsklefar verði algjörlega lokaðir fyrir fjölmiðlamönnum.