*

Mánudagur, 2. júlí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Dominos-deildin | Shouse áfram hjá Stjörnunni.

Mynd: Snorri Sturluson

Bandaríkjamaðurinn Justin Shouse hefur endurnýjað samning sinn við Stjörnunni og mun því leika með liðinu í Dominos deildinni á næstu leiktíð. Þetta kom fram á heimasíðu stuðninsmanna Stjörnunnar, Stjarnan-karfa.is.

Shouse hefur verið lykilmaður í liði Garðbæinga undanfarin ár en næsta tímabil verður hans fjórða hjá félaginu. Hann mun hefja sitt sjöunda tímabil hér á landi en hann lék einnig í Vík í Mýrdal eitt tímabil áður en hann skipti yfir í Snæfell þar sem hann spilaði tvö tímabil.