*

Laugardagur, 30. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

NBA | Garnett framlengir við Celtics

Mynd: Nordic Photos

Kevin Garnett virðist vera hættur við að hætta hjá Boston Celtics en fregnir úr körfuboltaheiminum herma að Garnett sé að semja aftur við Celtics og hann verðir þar næstu ár. Garnett ætlaði að hætta að leika með Celtics eftir að liðið tapaði gegn Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en kappinn er orðinn 36 ára gamall. Hann virðist hafa séð af sér og er að gera nýjan 3 ára samning við Boston og mun því alls ekki hætta.

Garnett er einn af lykilleikmönnum Boston Celtics en hann varð NBA-meistari með liðinu árið 2008. Garnett hafði eins og áður kom fram látið það í veðri vaka að hann myndi láta gott heita eftir tímabilið í ár en eitthvað hefur breyst hvað þetta varðar. Hann verður áfram með liðinu og eru það góð tíðindi fyrir Boston.