*

Miðvikudagur, 18. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Mayweather býður Rousey aðstoð með boxið

Floyd Mayweather hefur boðist til þess að aðstoða Ronda Rousey að yfirstíga erfiðleikana við fyrsta tapið og koma tvíefld aftur.

Ég vil að Ronda Rousey beri höfuð hátt og að hún láti þetta ekki aftra henni. Ef þú [Rousey] þarft hjálp við e.t.v boxið þá er ég hér til þess að hjálpa þér" sagði hann við Fighthype.com.

Ekki er langt síðan það andaði köldu á milli þeirra tveggja en Rousey var dugleg að sýna vanþóknun á Mayweather vegna heimilsofbeldis sem hann beitti konu sinni. Mayweather var m.a dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir heimilisofbeldi.