*

Miðvikudagur, 18. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Haye heitir endurkomu

Þungaviktarkappinn David Haye hefur heitið endurkomu í hringinn en þrjú ár eru liðin síðan hann atti kappi við Dereck Chisora á Upton Park. Erfitt hefur reynst fyrir Haye að komast aftur í hringinn.

Hér sést Haye rota Chisora

 

hinn 35 ára hnefaleikakappi ætlar að gera allt í sínu valdi til þess að eiga möguleika að snúa aftur og herfur meðal annars selt líkamsræktarstöð sína í Vauxhall og meistarahringinn sinn sem hann seldi í gegnum ebay á 65.700 pund eða um 13 milljónir íslenskra króna.

Haye hefur þrisvar áður reynt endurkomu en ekkert hefur gengið í þeim málum því hann hefur verið óheppinn með meiðsl. Hann átti að berjast við Manuel Charr árið 2013 en meiddist á hönd.

Átti hann að berjast við Tyson Fury en varð að hætta við vegna skurðs sem hann fékk á höfuðið.  Fresta varð bardaganum um þrjá mánuði en þá þurfti hann að gangast undir fimm klukkustunda uppskurð á öxl til þess að laga gömul meiðsli.