*

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Mayweather biður fólk um að hætta að gera grín að Ronda Rousey

ronda-rousey-blueÞað kemur kannski mörgum á óvart en fyrrum boxarinn, Floyd Mayweather kemur Ronda Rousey UFC kappa til varnar.

Ronda tapaði sínum fyrsta bardaga um helgina en hún og Mayweather hafa mikið verið að takast á í fjölmiðlum.

Boxarinn biður hinsvegar fólk um að hætta að stríða Ronda.

,,Þetta er eins og box, þú tapar stundum og vinnur stundum," sagði Mayweather sem tapaði aldrei bardaga sem atvinnumaður.

,,Alvöru sigurvegari tekur tapinu og kemur sterkari til baka. Mér finnst það ekki fyndið hvernig allir eru að stríða henni á samskiptamiðlum og fólk á að hætta."

,,Ég er viss um að hún er sterk persóna en hún hefur tilfinningar."

,,Þetta snýst um að læra, ég er viss um að hún kemur aftur með læti í MMA."