*

Föstudagur, 13. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Tom Brady er ekki bara frábær liðstjórnandi heldur líka gull af manni!

Ekki nóg með að vera einn besti liðstjórnandi NFL deildarinnar um árabil heldur er Tom Brady líka algjört gæðablóð. Make a Wish Foundation og New England Patriots sáu um að gera síðustu helgi ógleymanlega fyrir nokkra krakka.

Ungur drengur að nafni Gabriel Aljalian átti eina ósk en sú var að spila amerískan fótbolta með New England Patriots. Gabriel þjáist af hvítblæði og þremur árum eftir að hann greinist stofnaði hann Facebook síðu sem hann kallar „góðgerðisdagur Gabriels." Markmið síðunnar er að gleðja börn og hefur fjölskylda Gabriels gefið gjafir m.a til Barnaspítala Boston.

Hér má sjá þá Brady og Gabriel

Í viðurkenningarskyn fyrir gjafmildi og ósérhlífni Gabríels ákváðu Patriots að verðlauna hann og tíu vini hans með því að bjóða þeim á Gillette leikvölinn heimavöll New England Patriots.

Um síðustu helgi rættist svo þessi ósk þegar hann fékk að spila með ekki ómerkari mönnum heldur en liðstjórnanum Tom Brady, útherjanum Rob Gronkowski og eigandanum Robert Kraft.