*

Föstudagur, 13. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Atvinnuökumaður klessti 300 milljón króna bíl

Heimsmeistarinn í Formúlu 1 Lewis Hamilton kennir vikulöngu partýstandi um áreksturinn sem hann lenti í Monaco á þriðjudagsmorgun.

Breski ökuþórinn var á Pagani Zonda 760 hestafla ofurbíl sem metinn er á um eina og hálfa milljón punda eða rétt rúmlega 300 milljón íslenskra króna.

Áreksturinn átti sér stað rétt aður en hann átti að fljúga til Sao Paulo í Brasilíu þar sem hann var að fara að keppa í Brasilíska kappakstrinum en hann hefur aldrei á sínum ferli náð að sigra í Brasilíu.

Hamilton skrifaði á Instagram síðu sína að hann hafi verið slappur með hita vegna þess að hann hafi lent í árekstri á mánudagskvöldið, en raunin er að hann klessti á um kl 03:30 á þriðjudagsmorgun.

Ennfremur segist hann einungis rekist á einn bíl en samkvæmt Sportsmail klessti hann á þrjá kyrrstæða bíla.

Ef Hamilton ræður ekki við 760 hestafla bíl á þröngum götum Monaco ætti ef til vill enginn að reyna það.