*

Mánudagur, 9. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Leikmaður reyndi að ganga í skrokk á blaðamanni

brownerÞað er óhætt að segja ða það hafu verið mikill hiti í mönnum eftir viðureign New Orleans Saints og Tennessee Titans í NFL deildinni í nótt.

Tennessee vann leikinn eftir framlengingu og þegar blaðamaður var í búningsklefa New Orleans liðsins eftir leikinn til þess að taka viðtöl reiddist Brandon Browner, varnarmaður liðsins, við eina af spurningum blaðamannsins og ætlaði að ganga í skrokk á honum.

Þrír liðsfélagar hans náðu að koma í veg fyrir að blaðamaðurinn yrði fyrir líkamsárás en leikmaðurinn var dreginn í burtu og hent inn í sturtuklefa til að kæla sig.