*

Mánudagur, 2. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Reyndir leikmenn skildu fjóra nýliða eftir með þriggja milljón króna reikning á veitingastað

Leikmenn bandaríska NFL liðsins Washington Redskins tóku heldur betur hrottalegan hrekk á fjóra nýliða í liðinu í seinustu viku.

Leikmennirnir „buðu" ungu nýliðunum þá út að borða á afar fínan og dýran veitingastað í Washington þar sem menn átu og drukku eins og enginn væri morgundagurinn.

Þegar komið var að því að borga reikninginn létu reyndar og betur efnaðri leikmenn liðsins sig hinsvegar hverfa og skildu ungu drengina eftir með reikninginn.

Reikningurinn var líka ekkert smáræði en hann hljóðaði í heildina upp á rúma 22 þúsund dollara eða rétt tæplega þrjár milljónir íslenskra króna.

Nýliðarnir eru á töluvert lægri launum en aðrir leikmenn í liðinu og mun budda þeirra því finna nokkuð vel fyrir reikningnum.

Um nokkurskona vígsluathöfn var að ræða fyrir ungu leikmennina en mynd af reikningnum má sjá hér að neðan.

reikningur