*

Sunnudagur, 1. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Íslenska fjallið slóst við Conor McGregor

Mynd: IMDB

Mynd: IMDB

UFC kapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor eru nú staddir á Írlandi þar sem þeir undirbúa sig báðir fyrir bardaga sem fer fram 12. desember.

Þeir fengu góðan gest í heimsókn á dögunum þegar íslenski víkingurinn Hafþór Júlíus Björnsson „The mountain" heimsótti þá félaga.

Hafþór og Conor tóku svo stuttan bardaga í æfingahúsnæðinu þar sem þeir létu aðeins finna fyrir sér.

Hér að neðan sjá sjá rimmu þeirra félaga.