*

Föstudagur, 30. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Helgi með brons og heimsmeistaramótsmet á HM í Doha

Helgi var íþróttamaður ársins á Sport.is í fyrra. Mynd: Heiða.

Helgi var íþróttamaður ársins á Sport.is í fyrra. Mynd: Heiða.

Íþróttamaðurinn Helgi Sveinsson, sem keppir í spjótkasti fatlaðra, náði enn á ný frábærum árangri á heimsvísu í dag. Helgi fékk  bronsverðlaun á HM í Doha og setti jafnframt mótsmet.

Flokkunum var í fyrsta sinn blandað saman og kepptu flokkar F42, 43 og 44 saman.

Í heildarkeppninni náði Helgi í brons en hann setti Heimsmeistaramótsmet í sínum flokki, F42, með kasti upp á 55,18 metra. Þess má geta að heimsmet hans er 57,36 metrar.

Maricio Fernandes frá Cape Verde hafði sigur í greininni en hans lengsta kast var 56,24 metrar.