*

Þriðjudagur, 27. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ísland færist nær Ólympíuleikunum í fimleikum

IrenaÍsland hefur unnið sér þátttökurétt í seinni undankeppninni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Undankeppnin fer fram í apríl á næsta ári.

Sætið í undankeppninni vannst með góðum árangri Irinu Sazanovu en hún endaði í 98. sæti af 191 keppendum á Heimsmeistaramótinu í fjölþraut í Glasgow um helgina.

Ísland hefur aldrei verið jafn nálægt því að komast á Ólympíuleika en 38 sæti á ÓL 2016 eru enn laus.