*

Mánudagur, 26. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ný sería af atvinnumönnunum okkar hefst í nóvember – Gunnar Nelson í fyrsta þætti

auddiÍ nóvember mun ný sería hefjast af atvinnumönnunum okkar þar sem sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal heimsækir íslenskt íþróttafólk sem hefur verið að gera það gott erlendis.

Í október var Auðunn á ferð og flugi en þá heimsótti hann handboltamanninn Aron Pálmarsson til Ungverjalands auk þess sem hann tók hús á landsliðsfyrirliðum karla og kvenna í knattspyrnu, þeim Aroni Einari Gunnarssyni og Söru Björk Gunnarsdóttur.

Fyrsti þátturinn verður sýndur 29. nóvember og er Gunnar Nelson í fyrsta þættinum. Auddi fylgdi Gunnari eftir þegar hann mætti Brandon Thatch í UFC hringnum í Las Vegas í júlí.