*

Mánudagur, 26. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband dagsins: Adolf Ingi kjaftstopp – ,,Er ég brosandi?"

dolliÁ hverjum degi í vetur munum við á Sport.is bjóða lesendum okkur upp á myndband dagsins. Þar munum við birta myndbönd sem á einn eða annan hátt tengjast íþróttunum.

Í myndbandinu að þessu sinni rifjum við upp eftirminnilegt viðtal sem Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV, tók við íshokkímarkvörðinn Aron Leví Beck.

Adolf spurði þá hvort að Aron sé nokkuð ánægður með að hafa fengið á sig 12 mörk í leik og Aron svaraði um hæl, „Er ég brosandi?"