*

Fimmtudagur, 22. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Ronda Rousey segist skilja að konur fái minna borgað í íþróttum

ronda-rousey-blueUFC bardagakonan Ronda Rousey lét áhugaverð ummæli frá sér á blaðamannafundi á dögunum þegar rætt var um launamun kynjana í íþróttum.

Ronda er hæst launaðasti keppandinn í UFC og var spurð hvort það færi ekki í taugarnar á henni að heyra að konur í öðrum íþróttum fái minna borgað en kallar. Hún þvertók fyrir það.

„Alls ekki. Mér finnst að fólk eigi að fá greitt eftir því hvað þátttaka þeirra er að skila miklum tekjum í kassann. Ég er ekki hæst launaðasta manneskjan í UFC vegna þess að þeir vildu vera góðir við stelpuna, heldur vegna þess að ég skila mestum tekjum í kassann fyrir þá. Ef það koma minni tekjur af kvennaíþróttum er skiljanlegt að þær fái minna borgað."