*

Miðvikudagur, 21. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ronda Rousey: ,,Fór frá því að vinna brons á Ólympíuleikunum í að vinna á bar"

Ronda-Rousey-Naked-819x1024UFC bardagakonan Ronda Rousey var í áhugaverðu viðtali í bandaríska sjónvarpsþættinum „Live with Kelly and Michael" á dögunum þar sem hún fór yfir ferilinn.

Þar talaði Ronda meðal annars um lífið eftir þátttöku sína á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem hún fékk bronsverðlaun í júdó. Hún segir að eftir leikana hafi hún fundið fyrir því að Bandaríkin styðja ekki nógu vel við Ólympíuverðlaunahafa því eftir að hún kom af leikunum hafði hún hvorki atvinnu eða menntun því hún hafði eytt öllum sínum tíma í undirbúning fyrir leikana.

Í kjölfarið fór hún því að vinna á bar og átti að eigin sögn í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman. Nú er öldin hinsvegar önnur og í dag er hún launahæsti einstaklingurinn í UFC.

Eftir viðtalið tók hún svo stjórnendur þáttarins í áhugaverða MMA kennslustund þar sem hún lét finna vel fyrir sér

Hér að neðan má sjá afar áhugavert viðtal við Rondu.