*

Mánudagur, 19. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Einhenti MMA kappinn tilkynnti með tárin í augunum að hann væri hættur

newellEinhenti MMA kappinn Nick Newell tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í MMA. Ákvörðunin tók greinilega mikið á Newell sem var gráti næst þegar hann tilkynnti þetta.

Newell vann 13 bardaga á ferlinum og tapaði aðeins einu sinni. Hann náði ótrúlegum árangri í íþróttinni og sigraði átta andsræðinga með uppgjafartaki.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Newell tilkynnti að hann væri hættur.