*

Mánudagur, 19. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Gunnar Nelson og Conor McGregor æfa saman í Dublin

gunnar_nelson_fightUFC kapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor æfa um þessar mundir saman í Dublin á Írlandi. Drengirnir eru báðir að hita upp fyrir bardaga 12. desember.

Bardagakvöldið í desember verður það stærsta í sögunni. McGregor mun mæta Brasilíumanninum Jose Aldo í baráttu um Heimsmeistaratitilinn en okkar maður, Gunnar Nelson, mætir öðrum Brasilíumanni, Damian Maia.

Fljótlega munu þeir svo halda til Las Vegas þar sem bardaginn fer fram en þeir munu dvelja þar við æfingar í mánuð áður en bardagakvöldið fer fram.