*

Mánudagur, 19. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Maðurinn sem rotaði konuna sína fær hvergi tækifæri – Konan ákvað að giftast honum

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

NFL leikmaðurinn Ray Rice, sem var í fyrra handtekinn fyrir að berja konuna sína, kemst hvergi að hjá liði um þessar mundir.

Eftir að hafa tekið út refsingu hefur hann fengið grænt ljós á að spila aftur í deildinni, gallinn er sá að ekkert lið vill fá hann til sín.

Til að laga orðspor sitt hefur hann undanfarið verið talsmaður í baráttunni gegn heimilisofbeldi.

Þó ótrúlegt megi virðast ákvað stúlkan sem Rice rotaði, að fyrirgefa kappanum og þau eru gift í dag.