*

Föstudagur, 25. september 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Ronda Rousey brjáluð yfir banni Nick Diaz

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Eins og fram hefur komið hefur UFC bardagakappinn Nick Diaz verið dæmdur í fimm ára keppnisbann eftir að kannabis efni fundust í honum í lyfjaprófi.

Kollegi hans úr UFC heiminum, bardagakonan Ronda Rousey, var í viðtali í vikunni þar sem hún lýsti yfir mikilli óánægju með bannið.

Bendir hún á að henni þyki það afar furðulegt að Lyfjanefnd Nevada fylkis, sem dæmdi Diaz í bann, taki harðar á mönnum sem nota kannabis en þeim sem nota stera.