*

Mánudagur, 21. september 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Íslenska liðið sópaði til sín verðlaunum á Norður Evrópumótinu

Mynd: Facebook

Mynd: Facebook

Íslenska landsliðið í áhaldafimleikum er nú á heimleið efir Norður Evrópumótið sem fram fór á Írlandi. Óhætt er að segja að Ísland hafi átt gott mót því liðið hefur aldrei náð í fleiri verðlaun.

Irena Sazonova fékk gull á tvíslá og endaði í 3. sæti í golfæfingunum. Norma Dögg Róbertsdóttir tók gullverðlaun í stökki og þar var Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir í 2. sætinu.

Þá varð Dominiqua Alma Belányi í 5. sæti í keppni á tvíslá.

Á endanum varð íslenska kvennaliðið í þriðja sæti í heildarkeppninnni. Wales vann mótið og Írar fengu silfur.

Í karlaflokki fékk Eyþór Örn Baldursson bronsverðlaun í stökki og hinn 14 ára gamli Martin Bjarni Guðmundsson endaði í fjórða sætinu.