*

Þriðjudagur, 15. september 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

UFC kappi í fimm ára bann fyrir grasreykingar

nickdiazUFC bardagakapinn Nick Diaz hefur verið dæmdur í fimm ára keppnisbann. Ástæðan er sú að leifar af kannabisefnum fundust í lyfjaprófi sem tekið var á honum.

Diaz féll á lyfjaprófi eftir bardaga gegn Anderson Silva í janúar á þessu ári. Anderson Silva féll einnig á lyfjaprófi eftir bardagann en hann hafði tekið stera og fékk eins árs bann.

Ástæðan fyrir lengd bannsins hjá Diaz er sú að þetta er í þriðja sinn sem hann gerist brotlegur. hann fékk líka um 165.000 dollara sekt.

Hann verður 36 ára þegar banninu lýkur og má gera fastlega ráð fyrir að ferillinn sé búinn