*

Fimmtudagur, 27. ágúst 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Þjálfari á Selfossi tekinn fyrir ölvunarakstur á ómerktum lögreglubíl

Pepsi-deildin 2010 lógó SelfossFimleikaþjálfari á Selfossi hefur komið sér í vandræði eftir uppákomu um þar seinustu helgi. Þjálfarinn, sem er af erlendu bergi brotinn, var þá tekinn ölvaður undir stýri á ómerktum lögregubíl.

Maðurinn hafði þá verið í gleðskap og síðar rekist á ómerktan bílaleigubíl sem lögregla hafði til afnota og ákvað hann í kjölfarið að skella sér í bíltúr. Síðar var maðurinn stöðvaður af lögreglunni en hann hafði keyrt á miklum hraða samkvæmt heimildum Sport.is

Þóra Þórarinsdóttir, formaður fimleikadeildar Selfyssinga, vildi lítið tjá sig um málið að öðru leyti en að maðurinn hafi ekki skrifað undir samning við félagið fyrr en eftir atvikið og að í dagbók lögreglu komi fram að hann sé einungis kærður fyrir ölvunarakstur en ekki bílaþjófnað.