*

Miðvikudagur, 26. ágúst 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Irina fer með landsliðinu á HM

IrenaBúið er að velja landsliðshópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í áhaldafimleikum en mótið fer fram í skosku borginni Glasgow í október. Irina Sazonova er í fyrsta sinn í landsliðinu.

Sazonova hefur æft og keppt á Íslandi undanfarin þrjú ár en hú fékk nýverið íslenskan ríkisborgararétt og keppnisleyfi frá Alþjóða Fimleikasambandinu. Um er að ræða mikinn liðsstyrk fyrir landsliðið enda hefur hún verið ein allra besta fimleikakona landsins undanfarin ár.

Auk hennar munu þær Dominiqua Alma Belányi og Norma Dögg Róbertsdóttir skipa kvennalandsliðið en þær Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Tinna Óðinsdóttir eru varamenn.

Eyþór Örn Baldursson, Valgarð Reinhardsson og Jón Sigurður Gunnarsson eru í karlalandsliðinu.

Mikið er í húfi enda er HM jafnframt undankeppni fyrir Ólympíuleikanna í Ríó árið 2016.