*

Fimmtudagur, 20. ágúst 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Irena fær íslenskan ríkisborgararétt – ,,Ætti að komast á Ólympíuleika"

IrenaEin besta fimleikakona landsins undanfarin ár, Irena Sazonova, er komin með íslenskan ríkisborgararétt og hefur einnig hlotið keppnisleyfi frá Alþjóða fimleikasambandinu. Um er að ræða frábærar fréttir fyrir íslenska fimleika.

Irena hefur keppt fyrir Ármann undanfarin ár og keppt sem gestur á Íslandsmótum og hefur því ekki getað unnið til verðlauna.

Guðmundur Þór Brynjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, segist í samtali við Sport.is vera himinlifandi með fréttirnar.

„Þetta styrkir okkur rosalega mikið að hún geti keppt með okkur á alþjóðlegum mótum. Þetta er fimleikakona sem á virkilega góða möguleika á að komast á Ólympíuleikanna á næsta ári og það segir ýmislegt um hvað hún er góð," segir Guðmundur.