*

Mánudagur, 17. ágúst 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ólétt kona vann MMA bardaga

mmapreggoKinberly Novaes varð nýlega MMA heimsmeistari eftir sigur gegn Renötu Naldan í hringnum. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að lítill laumufarþegi var með Kinberly í bardaganum.

Í læknisskoðun stuttu eftir bardagann kom í ljós að hún var ólétt af sínu fyrsta barni og var hún komin 12 vikur á leið þegar bardaginn fór fram. Kinberly var grunlaus um óléttuna og til allrar hamingju virðist sem bardaginn hafi ekki skaðað barnið.

MMA stjarnan er nú komin um 24 vikur á leið og hefur eðlilega hætt keppni og æfingum fram að fæðingu.