*

Miðvikudagur, 3. júní 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Smáþjóðaleikarnir: Ísland raðaði inn verðlaunum í fimleikum

THELMAÍslenska kvennalandsliðið í fimleikum stóð sig frábærlega á Smáþjóðaleikunum og vann öll gullverðlaunin sem í boði voru.

Eftir keppnina í gær höfðu þær unnið öll verðlaunin og þær héldu uppteknum hætti í dag. Thelma Hermannsdóttir sigraði á gólfi og Norma Róbertsdóttir vann á jafnvægisslá.

Þá vann Valgarð Reinhardsson silfurverðlaun í stökki og tvíslá.