*

Þriðjudagur, 2. júní 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Dominiqua og Ísland vörðu titilinn

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Dominiqua Belanyi vann í dag öruggan sigur í áhaldafimleikum á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík en kvennalið Íslands vann einnig góðan sigur í heildarkeppninni.

Dominiqua fékk samtals 49.900 stig og stóð sig vel í öllum greinum en hún var ávallt nálægt toppsætunum. Dominiqua keppti í stökki, tvíslá, jafnvægislá og gólfæfingum.

Í öðru sæti, með 48.400 stig var Thelma Rut Hermannsdóttir með 48.400 stig og í þriðja sæti var Lisa Pastoret frá Lúxemborg en hún fékk 46.100 stig.

Ísland var með langflest stigin í liðakeppninni og fékk samtals 149.050 stig en Malta var í öðru sæti með 137.550 stig og Lúxemborg fylgdi eftir í þriðja sæti.

Ísland vann einnig Smáþjóðaleikanna fyrir tveimur árum í liðakeppni og þá var Dominiqua einnig meistari í fjölþraut.

Í karlaflokki fékk Valgarð Reinhardsson brons með 79.600 í einstaklingskeppni. Það voru tveir Kýpverjar sem mynduðu efstu tvö sætin og unnu þægilegan sigur í liðakeppninni. Ísland var þar í öðru sæti.