*

Mánudagur, 1. júní 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Smáþjóðaleikarnir voru settir í kvöld – Íþróttaveisla framundan

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2015 sem fram fara í Reykjavík fór fram í kvöld en þetta er í annað sinn í 30 ára sögu leikanna sem þeir fara fram hér á landi.

Þóra Arnórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, var kynnir og Páll Óskar steig upp á svið. Athygli vakti að Páll Óskar söng fyrir nánast tómum sal en það var vegna þess að þá átti enn eftir að kynna keppendur til leiks.

Um 1.200 þáttakendur voru svo á endanum kynntir til leiks og var þá höllinn ekki lengi að fyllast.

Fánaberi Íslands var körfuknattleiksmaðurinn, Hlynur Bæringsson, en keppni hefst formlega á morgun klukkan 09 og standa leikarnir fram að laugardagskvöld.

Það verður því nóg um að vera en nánari upplýsingar um dagskrá má sjá hérna á heimasíðu leikanna, www.iceland2015.is.