*

Laugardagur, 18. apríl 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Íslandsmótið í hópfimleikum búið – Stjarnan sigraði á dýnu og Gerpla á gólfi

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Íslandsmótið í hópfimleikum kláraðist í dag með keppni í einstökum áhöldum.

Í kvennaflokki sigraði Stjarnan A á Dýnu með 17,250 stig og Trampólíni með 17,900, en Gerpla A sigraði í Gólfæfingum með 22,550 stig.

Í flokki blandaðra liða sigrði Selfoss í æfingum á Dýnu með 16,050 og Trampólíni 17,200 og Stjarnan sigraði í Gólfæfingum með 18,500

Í karlaflokki var aðeins eitt lið og var það karlalið Gerplu sem stóð sig þó með prýði.