*

Laugardagur, 18. apríl 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Gerplustrákar ósáttir við Kynninn á Íslandsmótinu – ,,Fá bikar bara fyrir að mæta"

Karlalið Gerplu.

Karlalið Gerplu.

Karlalið Gerplu í hópfimleikum var ekki allskostar sátt við kynninn á Íslandsmótinu sem fram fór í Ásgarði í gær. Gerplustrákar voru eina liðið sem mætti til leiks í karlaflokki og þótti mörgum að kynnirinn, Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, hafi á köflum gert lítið úr strákunum.

Þar sem Gerpluliðið var eitt í karlaflokki varð liðið sjálfkrafa Íslandsmeistari en Ásta skaut ítrekað föstum skotum á liðið og sagði meðal annars í lýsingu sinni að „Liðið hafi fengið bikar bara fyrir að mæta."

Ekki þótti þetta til framdráttar fyrir karlafimleika og voru nokkrir liðsmenn Gerplu sem kvörtuðu yfir framkomu hennar eftir mótið.

Þá höfðu þónokkrir áhorfendur orð á því að mörg ummæli Ástu um karlaliðið hafi verið óviðeigandi að aðrir áhorfendur flissuðu sem þótti niðrandi fyrir Gerplustráka.