*

Föstudagur, 17. apríl 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Stjarnan batt enda á níu ára sigurgögnu Gerplu – Úrslit Íslandsmótsins

Mynd: Þorsteinn Haukur

Mynd: Þorsteinn Haukur

Stjarnan er Íslands og deildarbikarmeistari í hópfimleikum er Stjarnan A sigraði með 56,116 stig í efsta sæti og Gerpla kom þar rétt á eftir með 54,683 og Stjarnan B fékk bronsið með 49,650 stig.

Stjarnan batt þar með á enda níu ára sigurgöngu Gerplu á Íslandsmeistaramótinu.

Í blönduðum liðum er Selfoss Íslands og deildarbikarmeistarar með 52,683 stigum en Stjarnan kom þar á eftir með 48, 233 stig og Ármann fékk bronsið með 42,166 stig.

Karlalið Gerplu vann í karlaflokki enda eina liðið sem keppti en það breytti því ekki að liðið stóð sig frábærlega og fékk 52,100 stig en það hlýtur að teljast góður undirbúningur fyrir EM.

Hópfimleikar kvennaflokki
1 Stjarnan A – 56,116
2 Gerpla A – 54,683
3 Stjarnan B – 49,650
4 Gerpla B – 46,833
5 Selfoss – 43,833
6 Gerpla C – 40,900

Hópfimleikar í blönduðum liðum
1. Selfoss Mix – 52,683
2. Stjarnan Mix – 48,233
3. Ármann Mix – 42,166

Hópfimleikar í karlaflokki
1. Gerpla – 52,100