*

Föstudagur, 17. apríl 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hróbjartur efstur á meðal íslensku strákanna í Frakklandi

Mynd: Fimleika myndskeið

Mynd: Fimleika myndskeið

Strákarnir okkar luku keppni í gær á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Montpellier í Frakklandi.

Hróbjartur Pálmar Hilmarsson var efstur af íslensku strákunu í 66. sæti með 67.165 stig en næstur á eftir honum af Íslendingunum var Jón Sigurður Gunnarsson í 67. sæti með 64.789 stig og svo kom Hrannar Jónsson í 68. sæti með 56.499 stig.

Einnig var Bjarki Ásgeirsson að keppa en hann keppti þó ekki í öllum áh0ldum og taldi því ekk til stiga í fjölþrautakeppninni.

Á morgun verður svo keppt til úrslita á einstökum áhöldum en þar er Norma Dögg fyrsti varamaður í kvennaflokki í stökki. Eyþóra gæti einnig keppt á morgun en hún er 1. varamaður inn á gólfi.