*

Fimmtudagur, 16. apríl 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

,,Spennandi að sjá hvort liðið vinnur stærsta mótið"

björnssonÍslandsmótið í hópfimleikum fer fram í Ásgarði um helgina en búast má við mikilli spennu milli Gerplu og Stjörnunnar um sigurinn. Við fengum Björn Björnsson, dómara og fyrrverandi fimleikaþjálfara til að spá fyrir um mótið

„Þetta mót leggst mjög vel í mig. Ég er að dæma á mótinu og það er tilhlökkun í mér að sjá hvað gerist," segir Björn um mótið og heldur áfram.

„Það hefur verið mikil spenna í vetur og Stjarnan og Gerpla eru búin að vinna sitthvort mótið. Nú er spennandi að sjá hvort liðið vinnur stærsta mótið."

Björn segir að aukin samkeppni sé jákvæð fyrir íþróttina. „Alveg klárlega. Maður sér það á mótunum að þetta hefur lyft keppnunum á hærra plan."