*

Fimmtudagur, 16. apríl 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndbönd: Norma Dögg endaði í 9. sæti á EM

Mynd: Skjáskot / Fimleika Myndskeið

Mynd: Skjáskot / Fimleika Myndskeið

Norma Dögg Róbertsdóttir úr liði Gerplu náði besta árángri af íslenskum keppendum á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í gær í Montpellier í Frakklandi.

Norma Dögg endaði í níunda sæti og er því fyrsti varamaðurinn í úrslitin.

Norma fékk 13.966 stig fyrir fyrra stökkið sitt og 13.400 stig fyrir seinna stökkið sem skilaði henni 13.683 stig að meðaltali. Norma var efst af norðurlandarbúum en það var hin franska Camille Bahl sem var næst fyrir ofan hana með 14.166 stig að meðaltali

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af stökkunum tveimur sem Fimleikasamband Íslands setti inn á Facebook síðu sína.

Besti árangur íslenskrar fimleikakonu á Evrópumóti. 9. sæti á stökki og fyrsti varamaður inn! Til hamingju Norma Dögg, til hamingju Guðmundur og til hamingju Ísland!

Posted by Fimleikasamband Íslands on Wednesday, April 15, 2015

Norma Dögg seinna stökkið!

Posted by Fimleikasamband Íslands on Wednesday, April 15, 2015