*

Miðvikudagur, 15. apríl 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Sólveig: ,,Ætlum að vinna tíunda árið í röð"

sólveig bergsÍslandsmeistaramótið í hópfimleikum fer fram í Ásgarði um helgina. Gerpla getur unnið mótið tíunda árið og Sólveig Bergsdóttir, fyrirliðið Gerpluliðsins, er handviss um að liðið nái að verja titilinn.

„Við erum spenntar að klára þetta síðasta mót á tímabilinu. Það er ekki spurning að við ætlum að vinna tíunda árið í röð," sagði Sólveig.