*

Miðvikudagur, 15. apríl 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Íslandsmeistaramótið í hópfimleikum fer fram um helgina – Vinnur kvennalið Gerplu 10. árið í röð?

Mynd: Fimleikasamband Íslands.

Mynd: Fimleikasamband Íslands.

Það verður heldur betur stemming í Ásgarði í Garðabænum um helgina þegar Íslandsmótið í hópfimleikum fer fram. Stjörnustúlkur freista þess að binda enda á níu ára sigurgöngu Gerplu.

Gerpla hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum níu ár í röð en Stjörnustúlkur, sem unnu seinast árið 2005, hafa aldrei verið jafn nálægt því að stöðva Gerpluliðið. Stjarnan sigraði Gerplu á Wow mótinu fyrir norðan fyrr á árinu og ætlar sér nú að endurtaka leikinn.

Mótið fer fram á föstudag en úrslitin á áhöldum fara fram á laugardag.