*

Mánudagur, 13. apríl 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Þjálfarinn aflitar hárið ef strákarnir standa sig

bjarniÞrátt fyrir að karlalið Gerplu í hópfimleikum muni ekki keppa gegn neinu öðru liði á Íslandsmeistaramótinu um næstu helgi er engu að síður komin mikill pressa á liðið. Þjálfarinn, Bjarni Gíslason, mun nefninlega aflita á sér hárið ef liðið nær sínum markmiðum.

Það sem strákarnir þurfa að gera er að standa öll stökkin sín á mótinu og þá verður þjálfarinn að aflita á sér hárið. Strákarnir í Gerpluliðinu settu mynd á Instagram þar sem þeir ímynda sér hvernig þjálfarinn gæti litið út með aflitað hár. Myndina má sjá hér að neðan.

bjarniaflitað