*

Sunnudagur, 12. apríl 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Mynd: Fimleikastelpur lagðar af stað til Frakklands

Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum er lagt af stað til Montpellier í Frakklandi þar sem liðið mun næstu daga keppa á Evrópumeistaramótinu. Strákarnir halda síðan út á morgun.

Kvennalandsliðið lagði af stað snemma í morgun en þó var enga þreytu að sjá á mannskapnum. Ekki var annað að sjá en að allir væru spenntir fyrir verkefninu framundan.

Í kvennalandsliðinu eru þær Andrea Ingibjörg Orradóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir ogThelma Rut Hermannsdóttir úr Gerpli og Dominiqua Alma Belányi sem keppir fyrir hönd Ármanns.

Þjálfarar liðsins eru Guðmundur Brynjólfsson og Sandra Dögg Árnadóttir.

Hér að neðan má sjá mynd af hópnum á flugvellinum í morgun.

Mynd: Facebook síða Fimleikasambandsins.

Mynd: Facebook síða Fimleikasambandsins.