*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

,,Þetta er McGregor deildin og minn tími er kominn" – McGregor og Jose Aldo kljást í viðtali á Fox

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Bardagakappinn Conor McGregor er vanur að láta vel í sér heyra við hvert tækifæri en hann er núna, ásamt heimsmeistaranum og verðandi andstæðingi sínum, á kynningarferð fyrir bardagann um titilinn sem verður 11. júlí.

„Mér líkar ekki illa við neinn keppanda og ég ber virðingu fyrir hverjum þeim sem stígur í búrið. En þetta eru viðskipti. Ef þú verður á milli mín og þess sem ég þarf að gera geng ég frá þér,“ segir Conor McGregor í samtali við á FOX.

Fyrir viðtalið prófaði Conor McGregor að setja á sig beltið hans Jose Aldo sem kippti sér ekkert upp við það.

„Þetta er algengt. Hann vill prófa að bera það en hann fær aldrei beltið mitt. Ég mun halda því áfram.“

Þeir halda áfram í viðtalinu að skjóta föstum skotum á hvorn annan.

„Ég hef gengið frá öllum þeim sem ég hef barist við. Ég gerði deildina að því sem hún er í dag. Þetta er McGregor-deildin. Minn tími er kominn,“ segir McGregor en Aldo er ekki á sama máli.

,,Við munum sjá að hann er bara kjafturinn. Ég er kóngurinn og mun halda beltinu. Ég virði gæði hans sem bardagakappa en í búrinu snýst þetta um mig og ég mun vinna,“ 

Það stefnir allt í stórskemmtilega rimmu á milli þessra tveggja en þó verður þetta síðasti bardagi Jose Aldo ef eitthvað er að marka McGregor og þá ekki sem heimsmeistari.

„Það er rétt. Þú munt hætta eftir þennan bardaga,“ segir írinn.

Sjáið þetta magnaða viðtal við kappanna hér fyrir neðan.