*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Tveir íranskir blaðamenn létust í flugi Germanwings – AIPS sendir frá sér yfirlýsingu

Mynd: AIPS

Milad Hojatoleslami og Hossein Javadi – Mynd: AIPS

Fleiri fréttir af fórnarlömbum flugslysins í frönsku Ölpunum eru í sífellu að koma fram en eins og flestir vita hrapaði þýska flugvélin númer 9525 frá Germanwings niður í Ölpunum með hræðilegum afleiðingum.

Talið er ljóst að allir farþegar flugvélarinnar hafi látist en þar á meðal voru tveir íranskir blaðamenn sem voru á leiðinni til Vín í Austurríki eftir að hafa verið að skrifa um El Clasico, leik Barcelona og Real Madrid, í spænsku deildinni í fótbolta.

Hossein Javadi og samstarfsmaðurinn hans Milad Hojatoleslami voru lengi búnir að dreyma um það að fara á leikinn sem blaðamenn en ekki fá allir blaðamenn sem vilja að fara á þennan íþrótta viðburð sem er einn sá stærsti í heiminum.

Milad skrifaði á Facebook síðu sína örfáum mínútum eftir leik og þar sást augljóslega hversu ánægður hann var. „Að vera í Barcelona og fara á Nou Camp og sjá Barcelona vinna. Guð minn almáttugur þetta var þitt kraftaverk."

AIPS, samtök fréttamanna, sendu frá sér yfirlýsingu rétt í þessu.

„Tveir íranskir íþrótta fréttamenn létust í flugslysi Germanwings á þriðjudaginn í frönsku Ölpunum eftir að fara á draumaleikinn þeirra, El Classico, í Barcelona.

Milad Hojatoleslami og Hossein Javadi, sem voru meðlimiir AIPS ferðuðust til Barcelona fyrir El Classico leikinn á sunnudaginn frá Vín þar sem þeir höfðu verið með íranska landsliðinu sem voru að undirbúa sig fyrir leik gegn Chile."

Lesa má nánar um málið hér á heimasíðu AIPS.