*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Conor McGregor og Jose Aldo hitta borgarstjóra Las Vegas – ,,Aumingi, aumingi, aumingi!"

Mynd: Conor McGregor hittir borgarstjóra Las Vegas / UFC

Mynd: Conor McGregor hittir borgarstjóra Las Vegas / UFC

Fjórði þátturinn af Embedded þáttarröðinni þar sem Íslandsvininum Conor McGregor og heimsmeistaranum, Jose Aldo, er fylgt eftir á meðan þeir kynna og æfa sig fyrir UFC 189 þar sem þeir munu berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn en bardaginn fer fram 11. júlí.

Conor McGregor skýtur sem fyrr föstum skotum á ríkjandi heimsmeistaran og segist, ólíkt Aldo, ekki sakna fjölskyldu sinnar þar sem hann vilji ver þarna.

„Jose saknar konunnar sinnar og barnsins síns. Ekki ég. Ég vil vera hérna. Ég vil vinna. Ég virði það að hann sé fjölskyldumaður og ég mun senda hann aftur til fjölskyldu sinnar."

Þeir hittu báðir Carolyn Goodman, borgarstjóra Las Vegas en áður en Jose Aldo gekk inn á skrifstofuna kallaði McGregor á eftir honum á portúgölsku ,,Aumingi, aumingi, aumingi."

Fjórða þáttinn má sjá hér fyrir neðan en þar má sjá allt það sem talið er upp hér fyrir ofan og margt fleira.