*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Gerplustrákar undirbúa sig fyrir Íslandsmót

karlaliðNýstofnað karlalið Gerplu í hópfimleikum undirbýr sig nú af kappi fyrir Íslandsmótið sem fram fer 17. og 18. apríl.

Liðið er það eina á landinu sem keppir í karlaflokki en mótið er engu að síður mikilvægt fyrir strákanna því þeir hafa sett stefnuna á að komast á Norðurlandamótið síðar á þessu ári og stigin á Íslandsmótinu telja í því ferli.

Myndband af undirbúningi liðsins má sjá hér að neðan en ef strákarnir standa sig jafn vel í æfingunum og þeir gera í myndbandagerð er ljóst að framtíðin er björt hjá liðinu.

Strákarnir eru búnir að vinna hörðum höndum að þessu flotta video-i fyrir alla þá sem finnst gaman að sjá flotta...

Posted by Karlalið Gerplu on 23. mars 2015