*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Landsliðið fyrir Evrópumótið í áhaldafimleikum valið

Íþróttabandalagið

Íþróttabandalagið

Landsliðsþjálfarar hafa valið landslið fyrir Evrópumótið í áhaldafimleikum sem fer fram í Frakklandi 13. – 19. apríl.

Mótið verður gríðarlega spennandi og hafa allar helstu stjörnur Evrópu boðað komu sína en segja má að mótið sé fyrsti liður í undirbúningi fimleikafólks fyrir Heimsmeistaramótið í Glasgow í október sem er úrtökumót fyrir Ólympíuleikana í RÍÓ 2016.

Áhugasamir geta kynnt sér heimasíðu mótsins hér.

Landslið kvenna skipa, í stafrófsröð:
Andrea Ingibjörg Orradóttir – Gerpla
Dominiqua Alma Belányi – Ármann
Norma Dögg Róbertsdóttir – Gerpla
Thelma Rut Hermannsdóttir – Gerpla

Til vara:
Tinna Óðinsdóttir – Gerpla

Þjálfarar:
Guðmundur Þór Brynjólfsson og Sandra Dögg Árnadóttir

Dómarar:
Berglind Pétursdóttir og Hlín Bjarnadóttir

Landslið karla skipa, í stafrófsröð:
Bjarki Ásgeirsson – Ármann
Hrannar Jónsson – Gerpla
Jón Sigurður Gunnarsson – Ármann
Valgarð Reinhardsson – Gerpla

Til vara:
Hróbjartur Pálmar Hilmarsson

Þjálfari:
Guillermo Alvarez

Dómarar:
Anton Þórólfsson og Björn Magnús Tómasson